UM VIKINGAFLOKKINN

Um Vikingaflokkinn

Vikingaflokkurinn er stofnaður til að endurvekja hugsjónir Vikinga sem vildu lifa í firði með sig og sína. Vikingar færðu sig því oft undan ofríki ofbeldismanna (valdstjórna) sem töldu sig með einkaumboð æðri afla og/eða lýstu sig konunga yfir öðru fólki með álíka vafasömum rökum. Hugarsturlunin hefur náð einhverskonar hámarki núna og því er smá von um að arfleið Vikinga vakni.

Eftir að Vikingar voru gerðir landflótta í kringum árið 800 frá noregi, herteknir af noregi 1262 eftir sturlungaöld og síðar herteknir eina ferðina enn 1662 af dönum hafa Vikingar verið rændir með skattheimtu, tollum og gjöldum með gríðalegu valdi (ofbeldi) sem hefur leitt hefur til þess að í dag sitja tugþúsundir á götunni og á meðan er verið að ráðstafa landi til erlendra afla. Ef svo heldur fram sem horfir mun Vikingar tapa öllu sínu ásamt förðurlandi endanlega. 

Vikingaflokkurinn hafnar með öllu áróðurslygum erlendra valdstjórna um að Vikingar hafi verið ofbeldisfullir ribbaldar sem fóru um rænandi hendi, því þeir þvert á móti völdu firðsamlegu leiðina sem var að hörfa á vit óþekktra landsvæða og sneiða hjá vopnuðum átökum. Vikingar hafa alltaf verið #láttumigífriðiistar en jafnframt notið félagsskapar annara frjálsra Vikinga og kunnað að ganga til veislu. Áróðurs og heilaþvottastarfsemi erlendra hernámsafla hafa næstum eyðilagt trúarmenningu Vikinga og því miður er í dag tvísýnt að hægt sé að ná fyrri stöðu. Hins vegar er fyrsta skrefið í öllum ferðalögum að vita hvar maður er staddur og Vikingar hafa verið ratvísir.

Stjórn

Stjórn kosin á stofnfundi 18. september 2018.

Axel Pétur Axelsson
Stjórnarformaður

 

Bjarni Axelsson
Varaformaður

Samþykktir

1.gr.

Félagið heitir Vikingaflokkurinn.

Heimili og varnarþing félagsins er vikingaflokkurinn.is (viking@vikingaflokkurinn.is).

2. gr.

Tilgangur félagsins er að Vikingar taki aftur stöðu sína sem sjálfsvalda menn á Íslandi og losni undan hremmingstaki erlendra afla.

3. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að bjóða fram til Alþingis og/eða sveitastjórna í öllum kjördæmum og hafa þannig áhrif ásamt því að búa til sitt eigið hugarástand (ríki). Vikingaflokkurinn hafnar öllu ofbeldi og mun því ekki taka þátt í aðgerðum eða hugmyndum sem þurfa ofbeldi.

4. gr.

Allir eru velkomnir í Vikingaflokkinn sem trúa heilshugar á hugsjón Vikinga um sjálfsveldi- heiður- og líf án ofbeldis. Stjórnarformaður Vikingaflokksins hefur ákvörðunarvald um það hverjir koma í flokkin og/eða geta verið í honum.

5. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi. Aðalfundur getur verið haldinn rafrænt.

6. gr.

Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. ágúst ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðaðog hægt er að halda hann rafrænt. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála en stjórnarformaður hefur neitunarvald um öll mál. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Skýrsla stjórnar lögð fram

Reikningar lagðir fram til samþykktar

Lagabreytingar

Ákvörðun félagsgjalds

Kosning stjórnar

Önnur mál

7.gr.

Stjórn félagsins er skipuð af Axel Pétri Axelssyni sem stjórnarformanni og 1-8 félagsmenn og 0-8 meðstjórnendur, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Einnig er heimilt að kjósa allt að 8 varamenn. Stjórnarformaður fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Stjórnarformaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum stjórnarformanns.

8.gr.

Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega.

9. gr.

Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið til afkomenda Vikinga.

10. gr.

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til stuðings málstaðs Vikinga.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi

Dagsetning: 18. september 2018

Scroll to Top