Sjávarútvegsmál

Vikingaflokkurinn styður ábyrga nýtingu sjávarauðlinda og tekur fullt tilit til náttúrunnar. Það hefur gengið ágætlega að ákveða magn fyrirfram og fylgja þekkingu þeirra sem best vita en þar eru sjómenn þar fremstir meðal jafningja.

Þegar kemur að útdeilingu aðgangs að sjávarauðlindum hefur Vikingaflokkurinn nýjar hugmyndir um framkvæmd. Formúlan er auðlind / íslendingum = hlutur. Einfaldast er að útskýra það með einföldu dæmi:

Dæmi: ef heildarkvóti er t.d. 330.000.000 tonn þá er hverjum Vikingi úthlutað 1.000 tonnum. Sem þýðir að 4ra manna fjölskylda hefur yfir að ráða 4.000 tonnum. Þessum kvóta er úthlutað einu sinni á ári eða oftar eftir þörfum.

Með þessari einföldu breytingu eru Vikingar aftur sjálfsvalda og þurfa ekki að vera háðir embættismannakerfi og trúarbrögðum þeirra um afkomu sína. Með þessari lausn leysast nánast öll mál á einu bretti því allir hafa meira en nóg til lífsafkomu.

Scroll to Top